PPC stendur fyrir Pay-Per-Click eða smell auglýsingar á góðri íslensku. PPC er ein vinsælasta markaðssetningin á netinu. Herferðin gerir fyrirtækjum kleift að auglýsinga á niðurstöðusíðu leitarvéla (SERPs) eða á samfélagsmiðlum og borga í hvert skipti sem smellt er á auglýsinguna.
Það skiptir því miklu máli að auglýsingarnar séu stilltar að viðeigandi markhópum og betrumbættar eftir því sem fleiri mælanlegar upplýsingar á frammistöðu koma fram með tímanum.
Google auglýsingar, sem styðjast við PPC módelið, snúast um að búa til auglýsingar sem miða á ákveðin leitarorð sem að boðið er í. Þegar notandi leitar að þessum leitarorðum á leitarvélum birtast þær auglýsingar sem tengjast leitarorðinu á niðurstöðusíðum leitarvélanna eða á streymi samfélagsmiðla með hjálp vafrakaka. Ef notandi smellir á auglýsinguna verður fyrirtækið sem setti auglýsinguna rukkað um gjald, þaðan kemur nafnið „Pay-Per-Click“.
Google auglýsingar bjóða upp á endalausa möguleika fyrir þig og fyrirtæki þitt til að ná til markhóps síns, auka vörumerkjavitund og viðskipti með ýmsum auglýsingasniðum, miðunarmöguleikum og hagræðingartólum. Nokkrar af helstu útfærslunum sem eru í boði eru: