Heim
Verkefni
Þjónusta
Þarfagreining

PPC Auglýsingar (Google Ads)

PPC stendur fyrir Pay-Per-Click eða smell auglýsingar á góðri íslensku. PPC er ein vinsælasta markaðssetningin á netinu. Herferðin gerir fyrirtækjum kleift að auglýsinga á niðurstöðusíðu leitarvéla (SERPs) eða á samfélagsmiðlum og borga í hvert skipti sem smellt er á auglýsinguna.

Það skiptir því miklu máli að auglýsingarnar séu stilltar að viðeigandi markhópum og betrumbættar eftir því sem fleiri mælanlegar upplýsingar á frammistöðu koma fram með tímanum.

Hvernig virka PPC auglýsingar?

Google auglýsingar, sem styðjast við PPC módelið, snúast um að búa til auglýsingar sem miða á ákveðin leitarorð sem að boðið er í. Þegar notandi leitar að þessum leitarorðum á leitarvélum birtast þær auglýsingar sem tengjast leitarorðinu á niðurstöðusíðum leitarvélanna eða á streymi samfélagsmiðla með hjálp vafrakaka. Ef notandi smellir á auglýsinguna verður fyrirtækið sem setti auglýsinguna rukkað um gjald, þaðan kemur nafnið „Pay-Per-Click“.

Hvernig getur PPC hjálpað fyrirtækjum að ná til fleiri viðskiptavina?

Google auglýsingar bjóða upp á endalausa möguleika fyrir þig og fyrirtæki þitt til að ná til markhóps síns, auka vörumerkjavitund og viðskipti með ýmsum auglýsingasniðum, miðunarmöguleikum og hagræðingartólum. Nokkrar af helstu útfærslunum sem eru í boði eru:

  • Leitarauglýsingar (Search Ads); sem birta vefsíðuna þína efst eða ofarlega í leitarniðurstöðum google. Galdurinn er s að þú greiðir ekkert fyrir að fá auglýsingar þínar birtar í leitarvél google heldur aðeins þegar smellt er á auglýsingu þína.

  • Sýndarauglýsingar (Display Ads); eru tegund netauglýsinga sem birtast á vefsíðum, öppum og samfélagsmiðlum og geta verið á fjölbreyttu formi eins og texta, myndum, myndböndum og gagnvirkum þáttum, þær eru hannaðar til að ná athygli notenda og knýja þá til ákveðna aðgerð. Þær eru oft notaðar til að auka vörumerkjavitund en einnig er vinsælt að nota þær til að ná til viðskiptavina sem hafa áður sýnt þjónustu þinni eða vörum áhuga.

  • Verslunarauglýsingar (Shopping Ads); gera fyrirtækjum kleift að birta vörur sínar beint á niðurstöðusíðum leitarvéla, venjulega á Google og Bing. Þær eru ræstar útfrá sérstökum leitarorðum og eru einstaklega gagnlegar fyrir fyrirtæki sem eru með vörur til sölu á netinu þar sem þær ná beint til hugsanlegra viðskiptavina sem eru að leita að þeim vörum sem þau bjóða upp á.

  • Myndbandsauglýsingar (Video Ads); geta hjálpað fyrirtæki að vaxa með því að ná til breiðari markhóps, auka vörumerkjavitund, viðskipti og vekja áhuga áhorfenda. Hægt er að nota þær á ýmsum kerfum eins og YouTube, Vimeo og Facebook og hægt er að fínstilla þær til að bæta arðsemi fjárfestingar.
Fá tilboð