Ice-Fish er fyrirtæki sem selur fiskafurðir til manneldis og dýra. Viðfangsefnið okkar var að endurgera gamla vefsíðu á þann hátt að vefsíðan myndi fanga anda vörumerkisins betur, auka hraða og bæta frammistöðu.
Við settum upp hraðvirka og flotta vefsíðu í Webflow sem fangar fullkomlega kjarna Ice-Fish vörumerkisins. Með stílhreinni hönnun og einföldum leiðarvísi geta viðskiptavinir auðveldlega fundið upplýsingar um fiskafurðirnar sem þeir leita að. Við erum stolt af því að hafa hjálpað Ice-Fish að taka viðveru sína á netinu á næsta stig.
Við önnuðumst grunn leitarvélabestun sem að felur eingöngu í sér tæknilegu atriði leitarvélabestunnar við uppbyggingu vefsíðunnar.