Heim
Verkefni
Þjónusta
Þarfagreining

Iðnaðartækni

Iðnaðartækni er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rafmagnsverkfræði. Viðfangsefnið okkar var að endurgera gamla síðu með hönnun sem var augljóslega búin að renna sitt skeið svo að vægt sé til orða tekið. Útkoman varð þessi fína stílhreina vefsíða með einfalt notendaviðmót með augljósum samskipta aðgerðum sem gerir viðskiptavinum auðvelt að finna þær upplýsingar sem leitað er að. Við erum stolt af því að hafa aðstoðað Iðnaðartækni við að koma á fót sterkri viðveru á netinu sem endurspeglar vörumerki þeirra og þjónustu.

$$$
4 vikur

Vefsíðugerð

Við byggðum vefsíðuna í Webflow og færðum hana svo yfir í Wordpress að ósk Iðnaðartækni manna þar sem þeirra vani lá í efnisbreytingakerfi þess.

Leitarvélabestun

Við framkvæmdum einungis grunn leitarvélabestun sem felur í sér tæknilegu atriði leitarvélabestunnar í uppbyggingu vefsíðunnar.

Tenging við Analytics

Við tengdum vefsíðuna við Google og Google analytics til þess að væri hægt að fylgjast með traffík viðskiptavina og hegðunarmynsturs til að geta framkvæmt frekari fínstillingar eða hafið árangursmælingu auglýsingaherferða í framtíðinni.