Kush Iceland er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja hágæða CBD vörur sem ekki hafa sést hér á landi áður. Viðfangsefnið hér var að útbúa netverslun, tengja við greiðslugátt og koma upp viðveru á samfélagsmiðlinum Instagram. Við erum stolt af því að hafa hjálpað Kush Iceland að koma á fót sterkri viðveru á netinu sem endurspeglar vörumerki þeirra og þjónustu nákvæmlega og gerir viðskiptavinum kleift að kaupa vörur sínar auðveldlega.
Vefsíðan var sett upp í Webflow og færð yfir í Shopify þar sem greiðslugátt var tengd við vefsíðuna. Markmiðið var að setja upp vefsíðu sem er einfaldleikinn uppmálaður og snýr athygli viðskiptavina beint að vörunum sem eru í boði.
Við framkvæmdum grunn leitarvélabestun sem snýr að tæknilegri uppbyggingu vefsíðunnar.