Snæbýli Excursions er Íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum á hálendi Íslands. Viðfangsefnið okkar var að setja upp þeirra fyrstu vefsíðu til að kynna þjónustu þeirra og veita viðskiptavinum allar nauðsynlegar upplýsingar til að bóka ferð. Með því að leggja áherslu á einstakt tilboð þeirra hjálpuðum við þeim að skera sig úr fjöldanum í þungri samkeppni ferðaþjónustu iðnaðarins. Við erum ánægð með að hafa aðstoðað Snæbýli Excursions við að koma á fót sterkri viðveru á netinu sem endurspeglar vörumerki þeirra og þjónustu.
Við settum upp straumlínulagaða vefsíðu fyrir Snæbýli Excursions í Webflow með einfaldan leiðarvísi í huga sem að beinir athyglinni strax á það sem skiptir mestu máli fyrir þeirra rekstur og þjónustu.
Við framkvæmdum grunn leitarvélabestun sem að inniheldur tæknilega leitarvélabestun í uppbyggingu vefsíðunnar.
Við tengdum vefsíðuna við Google Analytics til þess að fylgjast með traffík og hegðunarmyndstri vefsíðugesta.