Þakefnasala Íslands er fyrirtæki sem selur þakefni af öllum gerðum í heildsölu. Viðfangsefnið okkar var að endurgera gamla vefsíðu sem þarfnaðist verulegra endurbóta. Einnig sjáum við um stafrænar auglýsingar á Google og Facebook sem miða að vörumerkjavitund fyrir almenning.
Þakefnasala Íslands þurfti að fá endurgerð á gamalli vefsíðu sem var orðin heldur úreld miðað við stefnu nútíma vefsíðna. Útkoman varð einföld, notendavæn, hraðvirk og nútímaleg vefsíða með einföldu leiðslukerfi sem að beinir viðskiptavinum að því sem þeir þurfa að finna.
Við framkvæmdum grunn leitarvélabestun sem að inniheldur tæknilega leitarvélabestun í uppbyggingu vefsíðunnar.
Við höfum séð um auglýsingar fyrir Þakefnasölu Íslands sem að snúa einungis að vörumerkjavitund.
Við tengdum vefsíðuna við Google Analytics til þess að fylgjast með hegðunarmynstri og umferð viðskiptavini á vefsíðunni til frekari fínstillinga.
Við hönnuðum logo fyrir þakefnasöluna sem að fangar anda fyrirtækisins. Litasamsetningin tengist litasamsegningu Smíðaverks. Þakefnasalan er dótturfyrirtæki Smíðaverks og notast þeir við okkar bestu liti úr íslenska fánanum, bláan og rauðan. Hugmyndin að lógóinu var að tákna þak og stromp úr byrjunarstaf nafns fyrirtækisins.